Góð stemning á Organ á laugardaginn

Tónleikar til heiðurs Janis Joplin

Hvar: Skemmtistaðnum Organ

Hvernær: Klukkan 10.

Þegar við komum á Organ að við héldum vel fyrir 10 til að ná sætum var þar allt læst. Húsið átti semsagt að opna á slaginu tíu og því myndaðist dágóð röð sem náði að Gauknum. Þegar komið var inn kom í ljós að það voru um það bil 30 sæti í boði. Við náðum þó sætum en fljótlega sáum í hvað stefndi. Það átti neflilega ekkert sérstaklega að sitja, heldur að troða sér og standa.

Tónleikarnir byrjuðu þó fljótlega en ekki klukkutíma síðar eins og hræðsla var um í byrjun. Fyrst steig Daníel Ágúst á svið þar sem hann var að flýta sér. Við litum á félaga hans Björn Jörund sem var kominn að sækja hann. Á eftir Bee Gees laginu ,,To love somebody" steig svo hin krullhærða Kenya á svið. Hún söng með silkirödd í lagi sem tók fljótt enda. Þá fór þetta að rúlla mjög fljótlega í gegn. Rósa í Sometime söng lagið Summertime og gerði það kannski einum of mikið á sinn hátt til þess að það gengi. Eflaust hefur einhverjum aðdáendum hennar þótt þetta ótrúlega listrænt get ég ímyndað mér. Didda tók Mercedes Benz og gerði það ágætlega. Hún komst langt á því að hafa ágætis blús ,,feel". Það var hinsvegar það sem Lay Low tókst ekki.
Þegar Ragnheiður Gröndal söng A woman left lonely var greinilegt að fagmanneskja væri tekin við. Ég verð að segja að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef séð Ragnheiði gefa svona góðan kraft í söng sinn. Þarna voru tónleikarnir líka á uppleið. Elíza var kraftmikil og Ester sem enginn þekkti var óhugnarlega lík rokkdrottningunni sjálfri. Ester tók líka mjög erfið lög eins og Bye bye baby.
Þriðji kafli í sýningunni var þegar þurfti að bíða eftir Jenna í Brain Police. Þegar hann mætti ákvað hann þó að gefa allt í botn og tókst vel upp. Andrea Gylfadóttir var síðust á svið og tók 3 lög. Fyrsta lagið var ofsalega þokkafullt hjá henni og sýndi hún hversu magnaða túlkun og tjáningu hún hefur í þessum ,,vímublúsaða" tónlistarstíl. Ég verð seint viðurkenndur Andreu aðdáandi vegna þessara sterku skoðana sem ég fékk í vöggugjöf, en ég viðurkenni fúslega að þetta kvöldið gerði hún virkilega fagmannlega hluti, sem og oftast (og hef ég þá séð hana koma fram oftar en ég get talið). 

Semsagt fínir tónleikar í heildina litið þó svo að skipulagið hefði mátt vera betra. Kannski voru einhverjar annarskonar væntingar sem gerðu það að verkum að maður fékk þá tilfinningu, að það væru sæti og allt væri formlegra. Hvað var ég samt að hugsa að tónleikar til heiðurs sjálfri Janis Joplin yrðu formlegir!

     janúar 090     
janúar 094
    janúar 098   
janúar 102

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband