Rósenberg lifnar við

Það væri ekki svo vitlaust að koma með smá pistil hér í tilefni mánudagsgleðinnar. Það er neflilega blessunarlega kominn mánudagur og ég fegin að geta hafist handa við öll skólaverkefnin og lestextana. Í stað þess að vera í helgargírnum, letinni, kolaportinu, vídjóglápinu...já það er hreint út sagt leiðinlegt og allt og afslappandi til lengdar.

Annars er það nú helst í fréttum að Café Rósenberg er opnað aftur á Klapparastíg. Þetta er sannkölluð guðsgjöf fyrir tónlistarunnandann og ég hef nú þegar setið þar tvær kvöldstundir síðan opnaði. Þetta er aðeins stærra en gamli staðurinn á Lækjargötu en sama fólkið, sama starfsfólkið sem tekur á móti manni hlýlega og margir sömu gömlu hlutirnir á víð og dreif. Sami andinn mundi einhver orða. Þetta er og verður tvímælalaust staðurinn minn í vetur og ég hvet alla til þess að kíkja og upplifa stemninguna. Líka kósý að kíkja í kaffi á virkum degi eða hlusta á tónleika á fimmtudagskvöldum. Ég hlakka svo til þess þegar kólna fer að setjast inn, hlusta á góða tónlist með kaffibollann við hönd.

Ekki spillir svo fyrir að allir helstu og bestu tónlistarmenn landsins vilja spila á staðnum. Ásamt þeim sem eru að reyna fyrir sér og stíga sín fyrstu skref. Svo að þarna skapast bæði umhverfi við þann sem vill vita hvað hann fær og einnig þann sem elskar að uppgötva nýtt og ferskt tónlistarfólk. Ég vil akkurat blönduna af þessu tvennu, spennuna og einnig fyrirframvitaða fagmennskuna.

Eftir þennan stutta pistil um Rósen er vissara að koma sér aftur í skólabækurnar. Hef hafið mastersnám í Hagnýtri menningarmiðlun í HÍ í haust þannig að það er vissara að bretta upp ermarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband