2.7.2008 | 09:15
Frétt
Hulda Rós og Rökkurtríóiđ í Pakkhúsinu
Annađ kvöld, miđvikudaginn 2. júlí verđa tónleikar í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirđi. Eru tónleikarnir haldnir í samstarfi viđ Menningarmiđstöđ Hornafjarđar og má einnig segja ađ ţetta sé fyrsti viđburđur Humarhátíđar á Höfn sem fer fram nćstu helgi. Á ţessum tónleikum kemur fram hin tiltölulega nýja hljómsveit Hulda Rós og Rökkurtríóiđ. Hljómsveitin hefur nú ţegar komiđ fram á tveimur tónlistarhátíđum á ţessu ári, Norđurljósablús á Höfn og Hammondhátíđ á Djúpavogi og fengiđ góđa dóma. Hljómsveitina skipa Sigurđur Guđnason á gítar, Bjartmar Ágústsson á kontrabassa og rafbassa, Eymundur Ragnarsson á trommur, Heiđar Sigurđsson á píanó og hammond ásamt Huldu Rós Sigurđardóttur sem syngur. Hljómsveitin sem er eins og gefur ađ skilja hornfirsk í húđ og hár, spilar ađallega djass og blússkotin lög, gömul og ný í ýmsum skemmtilegum útsetningum. Ţađ verđur ţví enginn svikinn af ţví ađ vera í Pakkhúsinu ţetta kvöld, en ţar skapast alltaf góđ stemning á tónleikum, ekki síst fyrir tónlist af ţessu tagi. Tónleikarnir hefjast kl 21.00 og kostar 1000 krónur inn.
Myndina tók Sigurđur Mar á blúshátíđinni
..svona hljómar fréttin sem kom á hornafjordur.is. Ég er alveg ađ deyja úr spenningi. Viđ erum búin ađ ćfa nokkur ný lög og hvíla önnur sem okkur fannst eiga frekar viđ á síđustu tónleikum. Ţannig ađ ţetta verđur ekkert nema skemmtilegt. :-)
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir síđast og gangi ykkur vel!!!
JEA, 2.7.2008 kl. 17:34
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.