Larry Carlton í kvöld

Mín er spennt í dag.

Ég er að fara á Egilstaði eftir vinnu á tónleika með Larry Carlton. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hlustað mikið á það sem hann hafði brasað, þá helst Steely Dan nema það sem pabbi hafði leyft mér að heyra í gamla plötuspilaranum nokkrum sinnum.

Svo skoðaði ég manninn á youtube og ég varð dolfallin af færninni. Sérstaklega upptökurnar af djasshátíðum um heiminn eftir árið 2000 eru algjör snilld. Ég get örugglega búist við einhverju svipuðu í kvöld. Það er líka gaman að fara á tónleika sem maður veit ekki alveg út í hvað maður fer svona til tilbreytingar.

Svo er þetta hér http://www.youtube.com/watch?v=-R8NjNkFbxs með því allra flottasta sem ég hef séð á minni stuttu ævi. Það held ég bara. Fékk gæsahúð oftar en einu sinni, tár í augun og allan pakkann...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband