Æfingar á ný

Nú erum við loksins farin að æfa aftur í hljómsveitinni. Það er ekki eins og við höfum nokkurntímann æft mikið, þetta kemur oftast í "törnum" sem einkennast af 2-3 æfingum fyrir gigg. Nú höfum við komið fram á 2 tónlistarhátíðum og einum styrktartónleikum þannig að það segir mér að við höfum æft um 10 sinnum frá því að við byrjuðum eftir jól. Það mættu alveg verða fleiri æfingar að mínu mati en um leið verður þetta að vera lifandi og breytilegt prógram, þar sem óvæntir hlutir gerast á hverjum tónleikum fyrir sig.

Það hefur neflilega verið raunin hingað til að óvæntir hlutir gerast í hvert sinn. Það sem gerðist hinsvegar síðast á styrktartónleikunum er örugglega það fyndnasta til þessa. Málið er að það gleymdist alveg heilt erindi eftir sólóið þannig að strákarnir bara hættu að spila áður en ég gat byrjað síðasta erindið sem var að mínu mati lang flottast. Ég grét þetta samt ekki lengi og enginn tók eftir þessu í salnum.

Til þess að koma í veg fyrir svona ,,uppákomur" í lögum erum við að byrja að æfa aftur núna, fyrir tónleikana á miðvikudeginum fyrir Humarhátíð. Þetta verða eflaust skemmtilegir tónleikar því ég hef látið mig dreyma lengi að koma fram í Pakkhúsinu með slíku bandi. Ég get því lofað tónleikum sem gætu komið ykkur á óvart...svei mér þá. Hvað þá ef við æfum svolítið betur.

Svo verður maður eitthvað svo hress þegar þessar hljómsveitaræfingar byrja. Þær eru nefnilega ekki síður skemmtilegar en að koma fram. Mér hefur alltaf fundist jafn gaman að undirbúa og æfa, leika mér að syngja eitthvað með litla sem enga pressu á bakinu. Að koma fram er svo allt öðruvísi, meiri spenna og gaman á annan hátt.

Mæli svo með Jasshátíð á Egilsstöðum næstu helgi. Ég ætla allavega að skella mér á Larry Carlton á fimtudagskvöldið. Meira hér. http://www.jea.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband