27.2.2008 | 19:25
Norðurljósablús
Nú er Norðurljósablús 2008 óðfluga að nálgast en hátíðin byrjar annað kvöld með hljómsveit Ómars og Óskars (Guðjónssynir) ADHD 800. Ég get ekki annað sagt en að ég sé orðin frekar spennt og erum við búin að vera að æfa nokkuð í þessari viku fyrir okkar "gigg".
Margar góðar hljómsveitir verða á þessari blúshátíð og eins gott að halda vel á spöðunum til að sjá sem mest. Ætla að sjá Óla Kalla með sænsku sveitina sína Street Cowboys, svo eru ungu hljómsveitirnar allar góðar. Reyndar er dagskráin í heild frekar áhugaverð fyrir allt tónlistaráhugafólk. Ég ætla að reyna að koma með einhvað frá hverju kvöldi hér inn og jafnvel myndir með því ef tæknin leyfir..hver veit.
Í dag spiluðum við í útvarpinu, ég og pabbi, tókum eitt gamalt og gott Trouble in Mind. Það kom einhverju smá fiðrildi af stað í maganum fyrir helgina...
Annars hvet ég alla sem hafa áhuga að skella sér með fyrstu flugvél á Hornafjörð því það er ekki seinna vænna en að upplifa alvöru blús stemningu og það núna um helgina!
www.skemmtifelag.is - dagskráin og fleiri upplýsingar.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:33 | Facebook
Athugasemdir
Góða skemmtun! Vildi að ég gæti verið þarna með ykkur. Láttu bara vita ef þig vantar einhvern tímann ba-bú-píu!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 29.2.2008 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.