7.1.2008 | 23:34
Nýtt ár - meiri og meiri blús
Víst að nýtt ár er gengið í garð er ekki seinna vænna en að hefja hér skriftir á síðunni sem á sérstaklega að vera tileinkuð góðri tónlist úr ýmsum áttum.
Ég veit að það er frekar stórfenglegt að titla sig "fröken blús" en mér datt ekkert frumlegra í hug þegar ég bjó mér til síðuna fyrir hálfu ári síðan. Þannig að það stendur.
Mér fannst svo vel við hæfi að skrifa hér ýmislegt á nýja árinu, svo kemur í ljós hvert það stefnir á endanum. Málið er að Norðurljósablúshátíð er á næsta leiti á Hornafirði og um hátíðina og listamennina sem koma fram á henni ætla ég að skrifa. Allavega fram í mars. Svo tekur vonandi eitthvað meira og skemmtilegt við. Myndir frá hinum ýmsu tónleikum...vonandi fullt í blús og djass deildinni ef skemmtanalíf Reykjavíkur lofar.
Þangað til næst vil ég byrja á að benda á Myspace blúshátíðarinnar sem allir eiga helst að kíkja á.
www.myspace.com/northernlightsblues
Flokkur: Menning og listir | Breytt 11.1.2008 kl. 01:10 | Facebook
Athugasemdir
Vildi bara vera kvitt númer 1
Þráinn Sigvaldason, 9.1.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.